Algjört chill í Seattle þessa dagana. Atvinnuleyfi komið í hús og dvalarleyfispappírar þ.a. maður getur skroppið til Kanada yfir áramótin og verið þokkalega bjartsýnn á að komast aftur inn í Bandaríkin.
Helst í fréttum er að við Grétar gerðumst stórmyndarlegir og tókum til við bakstur á miðvikudaginn. Planið var að baka einn skamt af piparkökum og annan af hálfmánum. Leitin að hráefnunum var ekkert grín og fór svo að lokum að rabbarbarasulta og hjartasalt var hvergi að finna. Við dóum þó ekki ráðalausir og afraksturinn var bara nokkuð góður þó svo ég hafi klikkað á að festa hann á filmu.
Kíkti um daginn í göngutúr með Mary Frances í götu í nágrenni okkar sem er (innskot, Mary Frances var að hringja og tilkynna mér að hún væri með "high school buddies" á píanóbar í Tacoma og ætlaði að biðja um Runaway Train sem óskalag) kölluð "Candy Cane Lane" á þessum árstíma. Þar eru öll húsin skreytt frá toppi til táar og skilti um allt sem á stendur "friður" á hinum ýmsu tungumálum, þ.á.m. hebresku, gallísku, armensku og azerbajdanisku. Myndavélin mín höndlar myrkrið ekki vel en hérna eru skástu myndirnar mínar.
Svo var snjóbretta afsveinun um daginn með Mike og Brandon í Stevens Pass. Nokkuð ljóst að maður fær ekki "Rookie of the year" verðlaun fyrir frammistöðuna en samt magnað að sjá bætingu hjá manni sjálfum yfir nokkurra klukkutíma tímabil.
Svo fékk ég e-mail í dag:
Congratulations Kolbeinn Tumi Dadason, your request to graduate with a MASTER OF SCIENCE IN CIVIL ENGINEERING has been reviewed by the Graduate School and is approved.
Gaman að staðfesting á að þetta gekk allt saman er komið í hús en hins vegar nokkuð ljóst að það vantar nokkur ár upp á MASTER OF SKILL IN SNOWBOARDING.
Að síðustu þá reddaði Atli heilum hellingi af jólalögum fyrir mig um daginn en mig vantar ennþá "Þú komst með jólin til mín". Væri ekki leiðinlegt ef einhver gæti reddað þeim slagara fyrir mig. E-mailið efst á síðunni er kjörið til slíks.