mánudagur, október 30, 2006

Mikið að gera þessa dagana og leit að vinnu stendur yfir. Búinn að fara í eitt viðtal og fá eitt nei þ.a. ekki byrjar það vel. Tvö viðtöl í þessari viku og vonandi kemur eitthvað út úr því. Eftirspun eftir fólki í burðarþol er töluverð en hins vegar er kannski ekkert svo sniðugt fyrir verkfræðistofu að ráða útlending í vinnu sem getur bara verið í rúmt ár. Sjáum hvernig fer.

Mikið bögg í gangi þessa dagana vegna þess að myndavélin mín bilaði. Auðvitað þurfti ég að senda hana í viðgerð til Chicago og vonandi fer hún að skila sér. Stór ástæða þess að langt er um liðið síðan var skrifað hérna er myndaleysið. Finnst bara miklu skemmtilegra að geta sett in e-ar myndir.

Halloween er á þriðjudaginn og við kíktum í partý til Kára á laugardaginn. Hörkustuð og sem betur fer var Grétar með cameru þ.a. ég fékk eina mynd lánaða hjá honum. Fleiri myndir á síðunni hans fyrir áhugasama.


Annars kíkti Miðjan í heimsókn um síðustu helgi og hún var nýtt til fullnustu. Meðal annars var farið í golf, fótbolta, guided tour um Seattle og svo auðvitað út á lífið. Nánari lýsing og myndir á vinsælustu síðu alnetsins

Hef þetta ekki lengra að sinni og bið ykkur vel að lifa.

miðvikudagur, október 18, 2006

Var a roltinu i IMA (likamsraektarstodinni okkar) i gaer eftir Pilates timann minn thegar midaldra kona roltir upp ad mer. Hun reif upp taeki og kleip mig i brjostid, sidan i magann og loks i laerid. Sidan sagdi hun mer ad fituprosentan min vaeri 9.7% sem vaeri bara nokkud gott. Eg baudst til thess ad klipa hana en hun afthakkadi. Svo kvaddi hun mig og mer heyrdist hun muldra:

"Djofull hlakka eg til thegar eg verd ordin gomul og ljot, og thetta haettir".


föstudagur, október 13, 2006

Það fékkst staðfest í kvöld að "Comfortably Numb" er besta lag allra tíma. Annars er það kannski fullmikið statement að e-ð eitt lag sé það besta en það er a.m.k. skoðun mín eftir tónleikana. Ef þið hafið e-ð annað í huga þá látið í ykkur heyra.


mánudagur, október 09, 2006

Ný vika hafin og ég var töluvert fyrr á ferðinni þennan mánudaginn en þá á undan. Ástæðan, mæting í Yoga kl 06:45 niður í IMA-líkamsræktaraðstöðu University of Washington. Nú á sko að stíga stórt skref í að auka liðleika þ.a. fólk hætti að horfa á mig undarlegum augum þegar ég er að hlaupa eða setjast inní bíl. Það verður sem sagt vakning á slaginu 06 á mánu-, miðviku- og föstudögum og hjólað í kolamyrkri niður eftir. Ekki nóg með að taka á yogað með trompi heldur skráði ég mig líka í Pilates tvisvar í viku, s.s. hina virku dagana. Sem betur fer eru þeir tímar ekki fyrr en kl 11 þ.a. maður leyfir sér kannski þann munað að sofa til 07 þá daga.


Kennarinn fór í þessar basic æfingar eins og þessa að ofan og þetta virðist ætla að verða lítið mál fyrir stirða manninn. Mestu vonbrigðin voru þó að eitthvað var minna af gellum þarna en ég hafði ætlað þ.a. ekki verða það þær draga mann þangað niður eftir.

Craigslist er merkileg síða þar sem fólk kaupir og selur allt milli himins og jarðar. Þar eyði ég ótrúlega miklum tíma í hverri viku. Þar leita ég að Seahawks miðum, skoða íbúðir til að leigja frá og með janúar, píanó/hljómborð til að kaupa, Whistler húsnæði í jólafríinu og svo miða á Roger Waters tónleikana sem ég fæ í hendur frá e-um gaur e. 5 mínútur.


Annars skólinn kominn á fullt og ég farinn að rifja upp gömul og góð kynni við Matlab. Varla að maður hafi tíma fyrir skólann þegar maður er í fullri vinnu í yoga, pilates, fótbolta, horfa á fótbolta, fara á tónleika og skoða craigslist.