Classic
Beckham into Sheringham and Solskjaer has won it
miðvikudagur, júlí 26, 2006
sunnudagur, júlí 23, 2006
sunnudagur, júlí 16, 2006
Jæja, þá er loksins búið að velja í enska landsliðið og tími til kominn að fá kallið. Ekki laust við að skipulagning myndatöku hefði getað verið betri, allavegna rugl að setja stærsta og stirðasta leikmanninn í miðröðina enda er maður eins og fífl.
4-0 sigur á Svíþjóð og 2-0 sigur á Póllandi voru úrslit gærdagsins og í dag vannst sigur á Úkraínu 6-1 en Shevchenko var reyndar meiddur og munar um minna.
Næstu helgi er svo förinni heitið aftur í "The Gorge" þar sem Pearl Jam munu trylla lýðinn. Uppselt á tónleikana og gefið dæmi að þetta verður snilld með tjaldi, borgurum, bjór, frisbí og svo auðvitað tónleikarnir.
Að lokum var svakalegt djamm hjá fótboltaliðinu á föstudaginn og var viðverustaðurinn píanóbarinn "Chopstix". Skemmst frá því að segja að þessi bar var hannaður fyrir söngelska/falska gaura eins og mig sem kunna textana við slagarana þótt ég sé nú þess utan ekki sérlega fróður um tónlist. Myndir af liðsfélögum og frúm hér að neðan.
mánudagur, júlí 10, 2006
Besti knattspyrnumaður allra tíma að mínu mati. Efast um að jafn alhliða leikmaður og hann er komi fram á næstu árum. Vald á boltanum, tækni, yfirferð og yfirnáttúruleg sendingargeta eru meðal þess sem gera það að verkum að það er frábært að horfa á hann spila. Verðlaunaskápurinn er stútfullur og þar væri einn gullpeningur í viðbót hefði skallinn hjá honum endað í markinu eins og átti auðvitað að gerast.