sunnudagur, maí 21, 2006

Seattle Sounders heitir knattspyrnulið Seattle borgar og mættu þeir Toronto Lynx í deildinni í gær, en þetta er víst næst efsta deild á eftir MLS. Leikið var á hinum stórglæsilega Qwest Field þar sem Sjó-Haukarnir hans Paul Allen spila. Sounders sigruðu 2-0 í þokkalegum leik en ég á mjög erfitt með að bera gæði knattspyrnunnar saman við íslensku deildina eða e-ð þvíumlíkt.

Hápunktur leiksins var reyndar áður en leikurinn hófst. Atli tók eftir krakka með hárkollu í íslensku fánalitunum. Að sjálfsögðu vatt ég mér upp að stráknum sem kannaðist ekkert við að vera með íslenska fánann á hausnum og hafði eflaust aldrei heyrt um Ísland. Hann hafði þó gaman af að stilla sér upp á mynd með þessum vitleysing.



Eins og sést á myndinni stendur lítill drengur með ekki síðra höfuðfat við hliðina á okkur og horfir öfundaraugum á myndefnið. Var þetta bróðir "Íslendingsins" og spurði sakleysislega eftir myndatökuna: "but what about me?". Af því tilefni var ekki lengi verið að stilla upp í ekki síðri mynd.


Framundan eru tvær brjálaðar vikur í skólanum, sérstaklega þar sem næsta helgi er tileinkuð tónlist og tan-vinnu enda þarf "Tan-Tumi" að standa undir nafni hvort sem hann dvelur í svörtustu Afríku eða á vesturströnd US of A. Tónlistarhátíðin "Sasquatch" er nefnilega framundan og ætlum við að skella okkur á laugardag og sunnudag. Beck, Queens of the Stone Age, Death Cab for Cutie, Sufjan Stevens, Arctic Monkeys, Architecture in Helsinki, Ben Harper og fleiri sjá um að trylla lýðinn. Hátíðin er á hinu svokallaða "Gorge", þrjá tíma austur af Seattle.
Venue-ið er eitt það besta í heimi fyrir tónleikahald að sögn heimafólks.

sunnudagur, maí 07, 2006

Hálsbólginn Tumi heilsar. Síðustu vikur hafa verið helvíti nettar. Sólin hefur skinið og Saxe-liðar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að njóta veðursins. Ýmist er grillað, spilaður fótbolti, frisbídiskum þeytt, farið á útileikhús eða spilaður softball. Lítið hefur farið fyrir hinni umtöluðu rigningu og er ekkert nema gott um það að segja.

Hitti íslenska konsúlinn Jón Marvin um daginn þegar við fórum og kusum í borgarstjórnarkosningunum. Enduðum á því að verja með honum 3 tímum í Ballard þar sem við hittum fleira norrænt fólk af eldri skólanum og snæddum geitaost, hinn besta í veröldinni skv. konsúlnum. Því miður hafði skólafólkið ekki tíma til að kíkja með Jóni niður á höfn til að skoða skútuna hans sem liggur þar við akkeri en það bíður betri tíma.



Við Mary Frances fórum ásamt Ásdísi, Kyle, Mike og Oliver í Volunteer Park og sáum gamanútgáfu af Hamlet í útileikhúsi.

Hinir ýmsu félagar úr Sporting FC, verkfræðinni ásamt dönskum og japönskum vinum eltu okkur á hinn margfræga karaoke bar Seattle búa, Ozzie's. Að sjálfsögðu náði kvöldið hámarki þegar við Atli sungum "Dancing Queen" af mikilli innlifun. Að sama skapi meina sumir að kvöldið hafi náð sögulegu lágmarki þegar við Oliver sungum "Bohemian Rhapsody".

"The international Ginger club" var stofnaður við mikla viðhöfn hjá Bob í gær. Bob er 70+ gaur sem leigir herbergin í húsinu sínu til alþjóðlegra stúdenta. Ásgeir og Óli fengu kostaboð í haust þegar Bob tjáði þeim að kjallaraherbergið sem væri við hliðina á sínu herbergi stæði enn til boða. Þeir drengir naga sig enn í handabökin eftir að hafa fúlsað við boðinu. Bob hefur verið gerður heiðursfélagi félagsins en Englendingurinn Ethel var kosinn formaður og Atli nokkur Levy var gerður að ímynd félgagins. Fólk má eiga von á að sjá myndir af Atlanum í fjölmiðlum hér vestanhafs á næstunni.