þriðjudagur, mars 27, 2007

Sit heima slappur á mínum öðrum veikindadegi í vinnu á ævinni. Hápunktur dagsins var samt klárlega að sjá Sonics vinna upp óvinnandi forskot Kevin Garnett og Timberwolves í kassanum áðan. Hetjan var Rashard Lewis sem setti 20 stig í síðasta leikhluta og kláraði leikinn. Svo var auðvitað viðtal við Lewis eftir leikinn sem var mjög hefðbundið nema þegar viðtalinu var lokið lét fréttamaðurinn eftirfarandi snilld út úr sér:

"Not that Rashard knows who Churchill was but just as Winston Churchill lead the British in the......."

og líkti saman e-i hetjudáð Churchill og comebacki Sonics.

Gaman hvernig hann gerir ráð fyrir því að Lewis hafi ekki hugmynd um hver Churchill hafi verið.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Ýmislegt gerðist á annars venjulegum vinnudegi í dag. Vaknaði klukkutíma fyrr en venjulega og kvaddi Abelinn sem er haldinn heim á leið í hlýjuna hjá Ásdísi. Söknuður af roomy og maður verður einhvern tíma að átta sig á þessu. Samt ágætt að þurfa bara að hugsa um sjálfan sig núna en ekki þurfa alltaf að passa uppá litla.



Datt í hádegismat með félaga af annarri verkfræðistofu downtown og á leiðinni úr og í mat átti ég viðskipti við sitthvora stúlkuna. Á leiðinni í mat kom 5 ára patti og gaf mér blóm sem ég þáði og gaf svo myndarlegri stelpu nokkrum mínútum síðar. Sú varð eitt sólskinsbros. Eftir matinn rölti ég í sólinni áleiðis á skrifstofuna þegar "Greenpeace" liði kom brosandi til mín og byrjaði að kynna samtökin. Venjulega hefði maður rölt áfram og glott út í annað en í þetta skiptið var veðrið svo gott og maður svo hress að maður ákvað að spjalla aðeins við dömuna. Auðvitað barst talið að hvölum og hún átti ekki orð þegar ég sagðist hafa borðað hvalakjöt og það hefðu líklega flestir Íslendingar sem ég þekki líka. Á endanum varð hún hálftjúlluð bara og spurði hvað ég væri að eyða tímanum hennar en ég benti henni vinsamlegast á þá staðreynd að hún hefði "approached me" og bað hana að eiga góðan dag.


Eftir vinnu skrapp ég í klippingu og á leiðinni þangað mætti ég tveimur holdmiklum svörtum tjellingum sem tjilluðu upp við vegg og reyndi önnur að slæma höndinni í mig og ná athygli minni þegar ég rölti framhjá. Eitthvað muldraði hún "hey hottie" eða e-ð álíka og eru þetta mín fyrstu kynni af vændiskonum hér í Seattle.

Að lokum gaman að segja frá því að Sporting varð GSSL meistari um síðustu helgi. Unnum Magic 2-0 í undanúrslitum á laugardeginum og svo ABLE 1-0 í úrslitum daginn eftir.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Þá er maður kominn aftur frá Vegas heill á húfi og í plús. Reyndar ekki í plús eftir ferðina þar sem ýmislegt kostaði nú dágóðan skildinginn (e. dollarann) en ég gekk frá spilaborðinu $20 í plús. Spilatíminn var um þrjár mínútur, spiluð 4 spil af blackjack og þá var bara nóg komið enda ekki mikill gamblari á ferð. Reyndar var maður hálfatvinnumaður í HHÍ spilakössunum í gamla daga en ég læt nú vera að maður hafi komið út í plús þar.




Ýmislegt var brallað í Vegas. Fórum á píanóbarinn á Times Square í "New York", fórum á troðfullan næturklúbbinn "Ghost Bar" á 55 hæð í Palms hótelinu þar sem ein gellan gerðist heldur aðgangshörð og sagðist kenna "sexual education", fórum á bítlashow og tjilluðum á strippinu. Síðasta daginn fórum við svo og skoðuðum Hoover Dam í 25 stiga hita þar sem unnið var í base taninu sem aldrei fyrr.

Stíflan var byggð í kreppunni og þykir mikið afrek á sviði verkfræði.


Stíflan er um 200 m á hæð og um 100 manns dóu við byggingu hennar.

Annars er maður búinn að fjárfesta í digital píanói sem maður spilar á við hvert tækifæri eða þegar Atli er ekki að spila afmælislagið, gamla nóa og ég veit ekki hvað og hvað. Algjör snilld að vera kominn með hljóðfæri inn á heimilið og smám saman bætast lög á playlistann. Nýjasta lagið er "Don't stop me know" og spurning hvort maður hætti ekki bara á toppnum eftir þann slagara.
Annars er ég alltaf að reyna að láta mér detta í hug slagara til að picka upp og eru allar hugmyndir vel þegnar.