miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Mikið panic greip um sig í Seattle á mánudagskvöldið þegar það fór að snjóa seinni partinn. Strætóar hættu að ganga, bílar komust ekki leiðar sinnar og ég labbaði heim úr skólanum. Þetta var mjög hefðbundin úrkoma og frost eins og er á Íslandi reglulega yfir 3 mánaða tímabil eða svo en hér var allt í lamasessi. Daginn eftir voru nánast allir skólarnir lokaðir og auðvitað var fyrsti tannlæknatíminn minn í 1.5 ár felldur niður vegna veðurs. Það er ennþá frekar kalt en fólk virðist vera að jafna sig á þessu og salt á vegum hjálpar til. Ófáir sem spyrja mann núna hvort manni líði eins og heima hjá sér og af hverju maður sé svona vel klæddur (eins og maður hlaupi um á stuttbuxum af því maður er frá Íslandi).


Annars er allt að verða klárt í mínum málum.
Ég er búinn að ráða mig í vinnu hjá verkfræðistofunni Coughlin Porter Lundeen sem er staðsett í hjarta Seattle borgar. Ég fór í 5 viðtöl og endaði á því að fá 4 tilboð sem segir meira um eftirspurn eftir fólki í burðarþoli en mig. Byrja í janúar og verð þar í 15 mánuði líklegast eða út mars 2008 (takk Hrabba).
Svo lítur allt út fyrir að ég flytji inn í íbúð í Queen Anne hverfinu sem er fallegt hverfi norðan við Space Needle. Myndin að ofan (klassísk mynd af Seattle) er einmitt tekin úr því hverfi, rétt hjá væntanlegu húsnæði. Það er einstaklingsíbúð á efstu hæð í 4 hæða húsi með útsýni yfir "The Puget Sound". Stutt í vinnuna hvort sem það er á hjóli, gangandi, strætó eða Monorail. Monorail hefur einmitt annað endastopp hjá Space Needle og hitt svo í næsta húsi við stofuna mína.


Svo stefnir í fyrstu jólin sem maður verður ekki heima með fjölskyldunni. Verður örugglega fínasta jólastemmning á Saxe enda Ásdís kærastan hans Atla væntanleg og er Atli strax farinn að pæla hvar eigi að kaupa jólatréð, hvari eigi að fá fót og svo hvernig seríu eigi að kaupa. Mikil pæling hjá mér að skrifa jólakort til e-a snillinga á Fróni og svo verður maður auðvitað að reyna að baka eitthvað. Mesta panic-ið snýr þó að jólalögunum sem maður heyrir svona 40 sinnum á dag á Íslandi og finnst alltof mikið en væri þó til í að geta spilað nokkrum sinnum. Það vita auðvitað allir hvaða slagarar eru hér á ferðinni.

Svo að lokum þá ætla ég að henda símanúmerinu mínu hingað á netið ef ske kynni að e-r vildi ná í mig: 1-206-661-3406

mánudagur, nóvember 13, 2006

Þá er myndavélin loksins komin úr viðgerð frá Chicago. Auðvitað fór hún í götuna á föstudaginn en virðist hafa lifað það högg af en spurning um að reyna að passa aðeins betur uppá hana. Seinna midtermið mitt er á miðvikudaginn og því tilvalið að læra ekki og skrifa e-ð hérna í staðinn.

Á meðan sólin skein í Seattle

Þetta midterm er í "advanced concrete design" en hið fyrra var í "shear strength & slope stability". Það var líklega það léttasta sem ég hef tekið hérna úti og ég held að allir hafi skorað yfir 90 stig. Ekki bara var prófið létt heldur var hann ótrúlega rausnarlegur í einkunnagjöf. Hef á tilfinningunni að prófið á miðvikudaginn verði ekki alveg jafnlétt en samt óþarfi að vera að stressa sig e-ð.

Kúrekarnir Johnny B og Magnea í partýinu á Saxe um daginn

Nú er hafin 5-ta vikan í mín í yoga og pilates og gaman að segja frá því að maður er með 100% mætingu í pilates og 80% í yoga þar sem ég sleppti tveimur tímum þar sem ég þurfti að fara í atvinnuviðtal niðrí bæ um morguninn. Töluvert erfiðara að rífa sig upp kl 06 í yoga einmitt þegar hroturnar í Mary Frances og Atla eru að ná hámarki hérna á Saxe. Það er líka þvílík gella sem kennir pilates tímana þ.a. maður á auðvelt með að koma sér í þá kl 11.

Við Blake á "Big Time Brewery" á laugardaginn

Ekkert að frétta af atvinnumálum og er það töluvert áhyggjuefni. Ein stofan sagðist ætla að gera mér tilboð en daginn sem ég átti að fá tilboð fékk ég póst þar sem ég var spurður hvað ég vildi í laun. Auðvitað bað ég um meira en ég vissi að ég myndi nokkurn tímann fá og þá segir gaurinn að forsetinn sé í fríi og komi í næstu viku og ræði þetta við hann. Nú er sú vika kominn, tveimur vikum eftir að ég átti að fá tilboðið, og ekki heyrði ég frá þeim í dag. Shit hvað það væri þægilegt að ganga frá þessu sem fyrst svo maður sé ekki alltaf að pæla í þessu.

Djamm á laugardaginn með félögum úr verkfræðinni. Skemmst frá því að segja að Atli hafði það ekki í leikinn morguninn eftir sem við unnum 7-1. Sem betur fer gat hann vorkennt sjálfum sér í lazy-boynum í staðinn og horft á karakterslaust lið Liverpool setja hann upp á bak á móti Arsenal. Sniðugt hjá Benitez að hafa Gerrard á kantinum og Zenden á miðjunni. Það segir sig sjálft.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Þá er fyrsti titillinn kominn í hús á nýju skólaári. Við Grétar, Ingimar og Jonathan kepptum í 3vs3 tournament hérna í skólanum síðustu helgi. Spiluðum í 3 tíma í grenjandi rigningu en stóðum að lokum uppi sem sigurvegarar eftir hörkuúrslitaleik. Verðlaunin ekki af verri endanum, bolur sem á stendur "Intramural Sports Champion UW" og hafa Ingimar og Jonathanverið ófeimnir við að flagga verðlaununum á göngum skólans við gríðarlega athygli kvenpeningsins.

Þessi póstur var í boði Fulbright.