fimmtudagur, júní 29, 2006

Þá er annarri viku af níu í "administation and managment" kúrsinum lokið. Áhugaverður kúrs þar sem góðir kennarar fara yfir lykil hluti sem þurfa að vera til staðar til að byggja upp og reka fyrirtæki. "Legal issue, marketing, human resources, orginational behavior, finance, accounting, business strategy" o.fl er kennt þar sem við höfum sérhæfðan kennara í hverju fagi. Frá 8-13 mánudaga til fimmtudaga og kannski 2-3 tímar í heimavinnu á dag.

Við Mary Frances fórum í dagsferð um daginn og skoðuðum gröfina hjá Bruce Lee við Volunteer Park á Capitol Hill, kíktum á minnisvarða Jimi Hendrix í Renton og að lokum litum við á "Snoqualmie Falls" í klst fjarlægð í austur frá Seattle. Nokkrar vel valdar myndir. Vona að þú sért sáttur Gústi.


Bruce og Brandon, hlið við hlið.


Jimi Hendrix minnisvarðinn. Steinar allt í kringum um "hofið" fyrir Hendrix fjölskyldumeðlimi.


Flottur foss, flottari húfa, flottasta stelpa.

Annars stefnir allt í heimsókn til Íslands 18. ágúst í tvær vikur þ.a. vonandi nær maður eins og einum leik með Fame, kíkja upp í bústað og jafnvel sýna frúnni alvöru íslenska fossa.

föstudagur, júní 16, 2006

HM komið á fullt og síðasta vika hefur verið gríðarlega busy enda þarf maður að komast yfir þrjá leiki á hverjum degi. Fyrsti leikur er 6 am local time þ.a. það er lítið sofið, sérstaklega þegar maður kemur seint heim kvöldið áður. Það lagast samt allt með klst blundi frá 8-9 og svo aftur frá 9-11. Maður hefur oft kvartað undan íslenskum lýsendum á knattspyrnuleikjum en þótt þeir orði hlutina oft asnalega og þess háttar þá láta þeir ekki út úr sér sömu vitleysuna og þulirnir hérna. Staðreyndavillur og ruglingur á leikmönnum eru daglegt brauð og mat þeirra á hvað á að spjalda, hvað er flott mark o.s.frv. er yfirleitt algjörlega út úr kú. Mest þykir mér þó ótrúlegt ofmat þeirra á eigin landsliði.

Landon Donovan, næsti Zidane?

Fyrir HM voru þeir fullir bjartsýni. Auglýsingar þar sem Team USA er gert að algjörum ofurhetjum eru sýndar og möguleikarnir voru svo sannarlega fyrir hendi, enda liðið ansi hátt rankað á hinum margrómaða FIFA lista. Landon Donovan á að vera leiðtogi liðsins og fara fyrir þeim. Þeir telja hann vera af svipuðum styrkleika og Nedved, Pirlo, Xavi o.fl.. Kasey Keller er einn af bestu markvörðum í heimi, ef ekki sá besti. Ekki laust við að um töluvert ofmat sé að ræða. Svo gerðist hið ótrúlega, 3-0 tap gegn Tékkum. Enginn skilur neitt en ekki að örvænta. Tveir leikir eftir og næstir eru Ítalir. Skv. okkar ástkæru lýsendum liggja Ítalir vel við höggi vegna Juventus málsins og sigur er ekki óraunhæf krafa. Svo er ekki minnst á Ghana leikinn því að hann er auðvitað gefins.


Kannski ekki nr. 1 í heiminum en flottur engu að síður

Að lokum langar mig að segja frá því að stöð hérna úti sem heitir "Fox Soccer Channel" sýnir stundum í fréttatímum sínum "saves of the week", bestu vörslurnar úr MLS. Skemmst frá því að segja að sumar vörslurnar eru algjörar skyldu vörslur og um daginn sá ég m.a.s. eina af "vörslum vikunnar" þar sem markvörðurinn kom ekki við boltann.

sunnudagur, júní 04, 2006

Jæja, ein vika eftir af skólanum og HM að skella á. Tvö verkefni og eitt lokapróf en sem fyrr reddast þetta allt saman.

Fórum á Sasquatch um síðustu helgi og það var alvöru helgi. Mættum snemma á laugardegi en hluti okkar var ekki með miða fyrir sunnudaginn því það seldist upp en við vorum nokkuð bjartsýn að það myndi reddast á staðnum. Allavegna, bongóblíða frameftir degi þar sem bjór og borgarar voru í fyrirrúmi. Auðvitað voru allir í sínu fínasta pússi og skartaði ég halloween hárkollunni minni góðu sem varð ótrúlega vinsæl þar sem auðvelt var að finna mig í öllum skaranum. Auk þess gekk ég um með skilti um hálsinn sem átti að aðstoða við miðaleitina. Við hittum m.a.s. Víking á leiðinni á tónleikana.


Það er ótrúlegt hvað það voru margir þennan dag sem virkilega þurftu að spyrja mig hvort þetta væri í alvörunni hárið mitt og það var langt í frá að flestir þeirra væru að grínast. Síðan komum við okkur fyrir í brekkunni og fólk sleikti sólina og hlustaði á ágætis tónlist. Í miðju setti hjá "Iron og Wine" dróg hins vegar fyrir sólu og heljarinnar haglél skall á. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þau voru á stærð við bingókúlur og hríðin stóð yfir í svona 20-30 mínútur. Allt rafmagn fór af svæðinu og þurfti að fresta tónleikunum um klukkutíma.
Síðan stytti upp og tónlistin dunaði á ný og fólk skemmti sér vel. Daginn eftir enduðum við á því að chilla á tjaldsvæðinu í bongóblíðu með bjór og borgara í góðum félagsskap og þegar þeir sem voru með miða héldu á tónleikana um 5 leitið skelltum við okkur í bæinn.

Annars byrjar HM á föstudaginn og eins og allir þá finnst mér Brasilía langlíklegastir til að vinna þetta. En svo eru Frakkarnir sterkir og geta unnið alla sem og England með eða án Rooney.