HM komið á fullt og síðasta vika hefur verið gríðarlega busy enda
þarf maður að komast yfir þrjá leiki á hverjum degi. Fyrsti leikur er 6 am local time þ.a. það er lítið sofið, sérstaklega þegar maður kemur seint heim kvöldið áður. Það lagast samt allt með klst blundi frá 8-9 og svo aftur frá 9-11. Maður hefur oft kvartað undan íslenskum lýsendum á knattspyrnuleikjum en þótt þeir orði hlutina oft asnalega og þess háttar þá láta þeir ekki út úr sér sömu vitleysuna og þulirnir hérna. Staðreyndavillur og ruglingur á leikmönnum eru daglegt brauð og mat þeirra á hvað á að spjalda, hvað er flott mark o.s.frv. er yfirleitt algjörlega út úr kú. Mest þykir mér þó ótrúlegt ofmat þeirra á eigin landsliði.
Landon Donovan, næsti Zidane?
Fyrir HM voru þeir fullir bjartsýni. Auglýsingar þar sem Team USA er gert að algjörum ofurhetjum eru sýndar og möguleikarnir voru svo sannarlega fyrir hendi, enda liðið ansi hátt rankað á hinum margrómaða FIFA lista. Landon Donovan á að vera leiðtogi liðsins og fara fyrir þeim. Þeir telja hann vera af svipuðum styrkleika og Nedved, Pirlo, Xavi o.fl.. Kasey Keller er einn af bestu markvörðum í heimi, ef ekki sá besti. Ekki laust við að um töluvert ofmat sé að ræða. Svo gerðist hið ótrúlega, 3-0 tap gegn Tékkum. Enginn skilur neitt en ekki að örvænta. Tveir leikir eftir og næstir eru Ítalir. Skv. okkar ástkæru lýsendum liggja Ítalir vel við höggi vegna Juventus málsins og sigur er ekki óraunhæf krafa. Svo er ekki minnst á Ghana leikinn því að hann er auðvitað gefins.
Kannski ekki nr. 1 í heiminum en flottur engu að síður
Að lokum langar mig að segja frá því að stöð hérna úti sem heitir "Fox Soccer Channel" sýnir stundum í fréttatímum sínum "saves of the week", bestu vörslurnar úr MLS. Skemmst frá því að segja að sumar vörslurnar eru algjörar skyldu vörslur og um daginn sá ég m.a.s. eina af "vörslum vikunnar" þar sem markvörðurinn kom ekki við boltann.