miðvikudagur, október 24, 2007


Ef einhver var í vafa þá er komið að bloggpásu. Hef enga löngun til að skrifa um eitt né neitt. Eyði nógum tíma fyrir framan tölvuna eins og er auk þess sem ég hef slakað á í myndatöku og þess vegna lítið myndefni. Reyni kannski að henda frekar góðum tölvupósti á mitt nánasta þegar eitthvað merkilegt er í fréttum. Kem heim í jólafrí en annað er óljóst. Myndin að ofan er tekin á góðri stundu með góðum vinum á Modest Mouse tónleikum í lok sumars. Later.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

It's been a while, quite a while. Ýmislegt hefur á daganna drifið síðan skrifað var síðast. Búinn að spila helling af golfi þótt ég sé nú ekki að bæta mig jafnmikið og maður hefði vonað. Drive-in eru reyndar orðin mun betri en um leið virðast járnin ekki vera að virka jafnvel. En félagsskapurinn er ávallt góður og það er fyrir öllu. Par 5 holan var valin 5 besta bar 5 holan í Bandaríkjunum af Sports Illustrated. Tvímælalaust flottasti völlur sem ég hef spilað.

Geggjaður völlur.

Svo var það Fremont hátíðin í öllu sínu veldi með 2 tíma skrúðgöngu þar sem hluti þátttakanda var hjólandi á Adam og Evuklæðum einum saman. Mikið djamm í kjölfarið á píanóbarnum Chopstix eins og svo oft aftur.


Annars hefur m.a. verið farið í fjallgöngu, chillað á "ströndinni" í Golden Garden Park, Benni Hemm Hemm komu í heimsókn, mögnuð flugeldasýning á 4. júlí, fótbolti á sínum stað, útilega um síðustu helgi og svo um næstu helgi er fótboltamót á grasi í Bellingham sem er 1.5 klst akstur fyrir norðan Seattle.

Af mínum málum er það að frétta að ég hef leyfi til að vinna hérna út mars 2008 en bíð eftir svari frá USA Government hvort ég fái undanþágu frá 2 ára reglunni og þar með möguleika að lengja dvölina ef ég vil það. Spennandi að sjá hvernig það fer. Læt fylgja nokkrar myndir þökk sé Grétari þar sem myndavélin mín tók uppá því að bila um daginn.





miðvikudagur, júní 06, 2007

"The Police" eru með comeback og í kvöld voru þeir í Key Arena. Orðið ansi langt síðan svona stórt band kom hingað og ég er ekki frá því að síðustu stóru tónleikar hafi verið hjá kónginum Reginald Dwight síðasta haust. Sting fór fyrir sveitinni eins og vænta mátti og þeir spiluðu í yfir tvo tíma. Opnuðu með "Message in a bottle" og svo fylgdi hver slagarinn: "Can't stand losing you", "Don't stand so close", "Material World", "Every little thing she does is magic", "Walking on the moon", "Every breath you take" og "Roxanne" svo þau helstu séu nefnd. Snilldartónleikar og trommarinn fór á kostum.


Eitt sem ég hef tekið eftir á stóru tónleikunum hérna úti er að heyrnalaust fólk er með túlk sem dansar og syngur lagið með táknmáli. Það er alveg magnað að fylgjast með fólkinu nota táknmál og er í þvílíkri stemmningu. Sá þetta fyrst á Coldplay tónleikunum og pældi mikið í því hvort þetta fólk væri atvinnufólk og stúderaði playlistann fyrir tónleika og lærði alla textana utan að eða þýddi bara eftir bestu getu á tónleikunum. Þetta finnst mér allavegna þrælmagnað.

David Beckham hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér en sjaldan jafnmikið og í augnablikinu. Margir voru hneykslaðir þegar hann skrifaði undir hjá L.A. Galaxy og Capello var með þvílíkar yfirlýsingar og kippti honum snarlega úr liðinu og m.a.s. úr hópnum. Sagði að hann hefði engin not fyrir hann lengur. Steve McClaren var svo með rosalegt statement þegar hann valdi Beckham ekki í fyrsta landsliðshópinn sinn og gaf í skyn að hans tími með landsliðinu væri liðin. Margir hefðu notið þess að taka því rólega með Real Madrid, telja milljónirnar sínar og njóta frísins frá landsleikjum. En Beckham er svo sannarlega búinn að snúa við blaðinu. Real Madrid er í hörkubaráttu um titilinn og hann á stóran þátt í velgengninni auk þess sem hann hefur lagt upp 3 af 4 mörkum Englendinga í síðustu tveimur landsleikjum gegn Brasilíu og Eistlandi. Samt er alltaf magnað hvað margir þreytast aldrei á að segja Beckham ofmetin og hann sé bara með frábæran hægri fót. En það er margt verra en að vera með frábæran hægri fót nema kannski að vera með geggjaðan vinstri fót.

fimmtudagur, maí 31, 2007

Nú styttist í að reykingar verða bannaðar á skemmtistöðum/veitingahúsum á Íslandi. Hef verið að lesa ýmsar umræður á hinum og þessum vefsíðum þar sem að vanda heyrist mest af mótmælum. Ég hélt nú að allt reyklaust fólk yrði jafn hamingjusamt og ég með þessa löggjöf en svo virðist ekki vera. Fólk talar um að verið sé að taka frelsi af veitingaaðilunum, af hverju rekstraraðilarnir geri ekki staðina reyklausa sjálfir ef fólkið vill það, setja eigi upp skilti í anddyri staðanna sem segi fólki að koma inn á eigin ábyrgð, af hverju á ekki að banna áfengi o.s.frv.


Ég hef alltaf verið viðkvæmur fyrir reykingum, fæ hausverk af reyknum. Svo sú staðreynd að fötin voru angandi af reyk daginn eftir auk þess sem timburmennirnir voru mun verri. Búinn að vera hérna í Seattle í bráðum tvö ár og fullyrði að ég verð ekki jafnþunnur hér og heima á Íslandi. Auk þess gerði ég eitt sinn þau mistök að kyssa stelpu en hætti snarlega við þegar ég fann að hún hafði verið að reykja. Þar með var það ævintýri úti.

Eftir nokkur ár á fólk eftir að líta tilbaka og undrast að það hafi nokkurn tímann verið leyft að reykja inná veitingastöðum. Það er ekki svo langt síðan það mátti reykja í flugvélum og bíóum en núna finnst fólki það algjörlega fáránlegt.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Skrapp á hverfisbarinn "The Spectator" með Todd um daginn og þar var skráningarlisti í borðtennismót. Auðvitað gat ég ekki stillt mig um að skrá mig í mótið en svo þegar kom að leikdeginum mætti mótspilarinn ekki. Barinn er á næsta horni þ.a. mér var svo sem slétt sama nema hvað að eigandinn vildi endilega bæta mér þetta upp og gerði mig að "Customer of the Week". Þess vegna má ég mæta með 20 vini í ókeypis forrétti og það gerist á morgun. Hellingur af fólki úr vinnunni ætlar að mæta eftir vinnu og svo á að halda á næsta horn á karaoke staðinn margfræga Ozzie's þar sem eitthvað verður gaulað.


Ég hef séð ótrúlega hluti undanfarna daga. Fyrra atvikið átti sér stað þar sem við röltum nokkur af írskum bar áleiðis á Safeco Field á hafnaboltaleik síðasta föstudag. Gengum í gegnum frekar skuggalega götu og þegar við vorum hálfnuð sáum við fáránlega sjón hinum megin við götuna. Þar voru tveir þeldökkir menn, annar standandi, hinn sitjandi á hækjum sér og ... tja þið megið fylla í eyðurnar.

Geggjað útsýni á Safeco Field

Síðan á leiðinni heim úr vinnunni í fyrradag var ég á rölti með I-podinn í botni þegar ég leit til vinstri og þar var gaur með buxurnar á hælunum að skíta. Yep, broad daylight. Mér finnst eins og ég sé að búa þessar sögur til þegar ég segi fólki frá þessu enda finnst öllum þetta ótrúlegt.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Sumarið að detta í hús og verst að maður getur ekki verið á stuttbuxum í vinnunni en sumt verður maður bara að sætta sig við. Tókum góðan happy hour í vinnunni á föstudaginn og í vikunni þar áður var golfmót sem var algjör snilld þó svo að ég virðist ekki vera að bæta mig í þeirri ágætu íþrótt. Á föstudaginn erum við nokkur að fara á Yankees vs Seattle Mariners en Yankees eru liðið sem allir elska að hata. Reyndar fer ég svo aftur á laugardaginn með e-u Fulbright liði og það verður fróðlegt að sjá hvort maður höndli tvo hafnarboltaleiki á tveimur dögum.


Spurning hvort George "Can't stand you" verði á svæðinu

Skráði mig í borðtennismót á local bar í hverfinu fyrir nokkrum vikum og á miðvikudaginn var kom að stóru stundinni. Nema hvað mótspilari minn lét ekki sjá sig. Gaurarnir á barnum voru miður sín og ákváðu að gera mig að "Customer of the Week" sem felur í sér að ég má mæta með 20 félaga í "free appetizers and a reserved seating area". Auðvitað þurfum við að borga okkar eigin bjór þ.a. þetta er kannski ekki eins og ég hafi unnið í lottóinu en hversu oft er maður "Customer of the Week".

Svo er ég að pæla hvort og þá hvenær maður ætti að kíkja til Íslands í sumar. Málið er að mig langar ekki til Íslands bara til að fara til Íslands enda verður maður að vanda valið þegar maður á tvær frívikur á ári. Svo hefur heyrst að Breiðfjörð ætli að kíkja út í sumar og spurning hvaða snillingar ætla að grípa tækifærið og skella sér með.

Að lokum er ég hálfnaður með fjórðu bók ársins sem er "Villtu vinna Milljarð" sem ég fékk senda frá mömmu og er mjög skemmtileg. Lítur allt út fyrir að ég nái 5 bóka takmarkinu.


laugardagur, apríl 21, 2007

Föstudagar eru svokallaðir "casual Fridays" á verkfræðistofunni og eru þá flestir í gallabuxum og minniháttar skyrtum eða bolum ólíkt fínu buxunum og skyrtunni sem tíðkast aðra daga vikunnar. Í gær skellti ég mér því eins og flesta föstudaga í gallabuxur og í svartan bol með skjaldamerki Íslands. Einn sprelligosinn í vinnunni spurði mig hvaða merki þetta væri nú og eftir að hafa sagt honum að þetta væri skjaldamerki Íslands spurði hann mig

"Why do you have a chicken in your country's symbol?"

Og annar gaurinn spurði:

"And what is Jesus doing there with a gun"

sem mér fannst hvorutveggja mjög fyndið. Að lokum fannst mér fyndnast þegar fyrsti gaurinn leiðrétti spurningu annars og sagði

"That's not Jesus, that's Old Man Winter right?"

Það meikar svo sem alveg sens að Old Man Winter væri í skjaldarmerki Íslands.


Í kvöld eru það tónleikar með Placebo á Fenix en það verður í fyrsta skipti sem ég kem inná þann stað. Þekki svo sem ekkert svakalega mikið af lögum með Placebo en finnst þeir samt nokkuð góðir og vel þess virði að kíkja á. Ekki spillir fyrir að þetta er á frekar litlum stað sem er yfirleitt skemmtilegra.

Svo vantar mig góðar tillögur að frábærri bók til að lesa. Ég er búinn með þrjár bækur í ár sem er klárlega met hjá mér. Ég strengdi áramótaheit í fyrra um að lesa 5 bækur árið 2006 sem varð lítið úr og ég endaði á að lesa aðeins eina, Alkemistann. Bækurnar í ár eru "Höll Minninganna", "The Kite Runner" og "The curious incident of the dog in the nighttime" sem mér fannst allar mjög góðar þó svo að Flugdrekahlauparinn hafi verið langbest.