fimmtudagur, maí 31, 2007

Nú styttist í að reykingar verða bannaðar á skemmtistöðum/veitingahúsum á Íslandi. Hef verið að lesa ýmsar umræður á hinum og þessum vefsíðum þar sem að vanda heyrist mest af mótmælum. Ég hélt nú að allt reyklaust fólk yrði jafn hamingjusamt og ég með þessa löggjöf en svo virðist ekki vera. Fólk talar um að verið sé að taka frelsi af veitingaaðilunum, af hverju rekstraraðilarnir geri ekki staðina reyklausa sjálfir ef fólkið vill það, setja eigi upp skilti í anddyri staðanna sem segi fólki að koma inn á eigin ábyrgð, af hverju á ekki að banna áfengi o.s.frv.


Ég hef alltaf verið viðkvæmur fyrir reykingum, fæ hausverk af reyknum. Svo sú staðreynd að fötin voru angandi af reyk daginn eftir auk þess sem timburmennirnir voru mun verri. Búinn að vera hérna í Seattle í bráðum tvö ár og fullyrði að ég verð ekki jafnþunnur hér og heima á Íslandi. Auk þess gerði ég eitt sinn þau mistök að kyssa stelpu en hætti snarlega við þegar ég fann að hún hafði verið að reykja. Þar með var það ævintýri úti.

Eftir nokkur ár á fólk eftir að líta tilbaka og undrast að það hafi nokkurn tímann verið leyft að reykja inná veitingastöðum. Það er ekki svo langt síðan það mátti reykja í flugvélum og bíóum en núna finnst fólki það algjörlega fáránlegt.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Skrapp á hverfisbarinn "The Spectator" með Todd um daginn og þar var skráningarlisti í borðtennismót. Auðvitað gat ég ekki stillt mig um að skrá mig í mótið en svo þegar kom að leikdeginum mætti mótspilarinn ekki. Barinn er á næsta horni þ.a. mér var svo sem slétt sama nema hvað að eigandinn vildi endilega bæta mér þetta upp og gerði mig að "Customer of the Week". Þess vegna má ég mæta með 20 vini í ókeypis forrétti og það gerist á morgun. Hellingur af fólki úr vinnunni ætlar að mæta eftir vinnu og svo á að halda á næsta horn á karaoke staðinn margfræga Ozzie's þar sem eitthvað verður gaulað.


Ég hef séð ótrúlega hluti undanfarna daga. Fyrra atvikið átti sér stað þar sem við röltum nokkur af írskum bar áleiðis á Safeco Field á hafnaboltaleik síðasta föstudag. Gengum í gegnum frekar skuggalega götu og þegar við vorum hálfnuð sáum við fáránlega sjón hinum megin við götuna. Þar voru tveir þeldökkir menn, annar standandi, hinn sitjandi á hækjum sér og ... tja þið megið fylla í eyðurnar.

Geggjað útsýni á Safeco Field

Síðan á leiðinni heim úr vinnunni í fyrradag var ég á rölti með I-podinn í botni þegar ég leit til vinstri og þar var gaur með buxurnar á hælunum að skíta. Yep, broad daylight. Mér finnst eins og ég sé að búa þessar sögur til þegar ég segi fólki frá þessu enda finnst öllum þetta ótrúlegt.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Sumarið að detta í hús og verst að maður getur ekki verið á stuttbuxum í vinnunni en sumt verður maður bara að sætta sig við. Tókum góðan happy hour í vinnunni á föstudaginn og í vikunni þar áður var golfmót sem var algjör snilld þó svo að ég virðist ekki vera að bæta mig í þeirri ágætu íþrótt. Á föstudaginn erum við nokkur að fara á Yankees vs Seattle Mariners en Yankees eru liðið sem allir elska að hata. Reyndar fer ég svo aftur á laugardaginn með e-u Fulbright liði og það verður fróðlegt að sjá hvort maður höndli tvo hafnarboltaleiki á tveimur dögum.


Spurning hvort George "Can't stand you" verði á svæðinu

Skráði mig í borðtennismót á local bar í hverfinu fyrir nokkrum vikum og á miðvikudaginn var kom að stóru stundinni. Nema hvað mótspilari minn lét ekki sjá sig. Gaurarnir á barnum voru miður sín og ákváðu að gera mig að "Customer of the Week" sem felur í sér að ég má mæta með 20 félaga í "free appetizers and a reserved seating area". Auðvitað þurfum við að borga okkar eigin bjór þ.a. þetta er kannski ekki eins og ég hafi unnið í lottóinu en hversu oft er maður "Customer of the Week".

Svo er ég að pæla hvort og þá hvenær maður ætti að kíkja til Íslands í sumar. Málið er að mig langar ekki til Íslands bara til að fara til Íslands enda verður maður að vanda valið þegar maður á tvær frívikur á ári. Svo hefur heyrst að Breiðfjörð ætli að kíkja út í sumar og spurning hvaða snillingar ætla að grípa tækifærið og skella sér með.

Að lokum er ég hálfnaður með fjórðu bók ársins sem er "Villtu vinna Milljarð" sem ég fékk senda frá mömmu og er mjög skemmtileg. Lítur allt út fyrir að ég nái 5 bóka takmarkinu.