sunnudagur, ágúst 20, 2006


Kominn til landsins og hörkuskemmtun í gær sem lauk með Geirfuglaballi í Iðnó.
Annars hefur mér ekki tekist að hafa uppá símakortinu mínu þ.a. ég hef fengið símann hennar mömmu lánaðan á meðan ég er á klakanum.

8917198

mánudagur, ágúst 14, 2006

Ágúst hálfnaður og styttist í rúma tveggja vikna heimsókn til Íslands. Við Mary Frances lendum 19. ágúst, ready í Menningarnótt og tilheyrandi. Mikið búið að vera að gera í skólanum undanfarið og kynning á viðskiptaáætluninni okkar er á miðvikudaginn. Okkar business er "Healthy Lunches for Elementary School Children" og vindur ágætlega fram. Verð þokkalega sáttur þegar þetta er búið.

Að venju hendi ég inn vel völdum myndum Gústa (og vonandi e-um öðrum) til aðstoðar og yndisauka.


Nettur afmælisdagur og í fyrsta skipti í langan tíma sem er bökuð fyrir mig kaka, líka svona þokkaleg merkt mér. Auðvitað átti Mary Frances allan heiður að kökunni sem var ekki lengi að klárast. Píanóbarinn "88 keys" var svo áfangastaðurinn um kvöldið þar sem við vorum c.a. 20 manns, blanda úr fótboltanum, verkfræðinemum, alþjóðlegum stúdentum og Íslendingum. Toppkvöld.


Kíkti með fjölskyldu Mary Frances í útilegu við vatnið "Lake Wenatchee" sem er c.a. 2 tíma akstur í austurátt frá Seattle. Gistum í tvær nætur á milli þess sem við átum góðan mat, lásum í bókum og gengum um svæðið.


Fórum á Qwest Field á miðvikudaginn og sáum Real Madrid etja kappi við DC United. Real skartaði öllum stjörnunum sínum utan Ronaldo og Gravesen sem er víst á leiðinni frá liðinu. Í liði DC eru tveir þekktir leikmenn, Freddy Adu og Jaime Moreno. Skemmst frá því að segja að Real voru skelfilega slakir og DC voru beittari ef e-ð var í fyrri hálfleik. Staðan var 1-1 í hálfleik og þau urðu úrslitin. Gaman að sjá Adu og svo auðvitað Cannavaro, Emerson og ofmetnasta knattspyrnumann allra tíma, Roberto Carlos. Fór með félögum úr Sporting og kærustum og skemmst frá því að segja að kvöldið var tekið með trompi og mín sárt saknað í skólanum daginn eftir.


Loksins var svo veröndin nýtt og verkfræðinemum boðið til grillveislu á Saxe Apartments. Sólin lét sjá sig eins og vanalega og grillaðir bananar með súkkulaði vöktu mikla lukku. Kíktum svo á hverfisbarinn "Ravenna Alehouse" þegar fór að skyggja.