Búið að vera brjálað að gera í skólanum undanfarið og þessi önn svo sannarlega búinn að vera busy. Þrjár vikur to go og ljóst að maður verður að halda vel á spöðunum ef allt á að nást í tæka tíð.
Tók þrjú midterm í þetta skiptið. Gekk fínt í tveimur en hörmulega í því þriðja og get ekki sagt að ég hlakki til að fá það til baka. Sérstaklega þar sem mér heyrðist á öðrum að þeim hefði fundist prófið í einfaldari kantinum. Síðan eru tvö stór verkefni framundan sem þarf að klára á næstu tveimur vikum auk heimadæmanna sem eru 3 í hverri viku.
Annars hef ég ekki farið í fótbolta í viku núna þar sem ég stokkbólgnaði á hægri fætinum eftir samstuð í síðasta leik. Þetta var eitthvað fáránlegasta atvik sem ég hef orðið vitni að í fótbolta. Fékk sendingu inn fyrir og markmaðurinn kom út á móti, ég var töluvert á undan honum og pikkaði boltanum áfram og var á leiðinni framhjá honum þegar hann keyrir mig niður. Ég hendist í jörðina og byrja að pæla í því hver ætti að taka vítið. En nei nei. Heyri e-r öskur og læti fyrir aftan mig þar sem ég ligg og þegar ég sný mér loksins við sé ég að dómarinn bendir í hina áttina. Var hann þá búinn að dæma aukaspyrnu Á MIG. Enginn leikaraskapur eða þannig enda keyrði markmaðurinn mig niður. “I always protect the keeper” var hans útskýring og var það ekki til frekari viðræðu. Þetta var jafn leikur og við 2-1 undir þ.a. ég varð auðvitað brjálaður og ekki batnaði það þegar ég fann að eitthvað var að í löppinni. Allavegna, er ennþá slappur í fætinum en þetta hlýtur að fara að skána. Töpuðum leiknum 3-2 en unnum svo leik síðasta sunnudag 2-1 þ.a. við erum ennþá í toppbaráttunni.