sunnudagur, febrúar 01, 2004

Bara gríðarleg stemmning í VR. Er að tekka greiningarskýrsluna mína og það gengur bara ágætlega þökk sé Midfield. Bara rólegur í gærkvöldi þrátt fyrir að hinir ýmsu mætu menn hafi verið í tómu tjóni. Skellti mér reyndar á Þorrablót með fjölskyldunni í gær hjá saumaklúbbnum hennar mömmu. Dóttir einnar í saumaklúbbnum mætti með kærastann upp á arminn, og hver var það nema meistari Davíð. Ég hefði átt að vera búinn að fatta þetta fyrir löngu en það var skemmtilegra að fatta þetta svona. Frábær hákarl og hinir ýmsu súrustu hlutir sem ég kann ekki að nefna.
Horfði svo á Mulholland drive. Þessi mynd er algjör steypa en hinir ýmsu spekingar lofa hana. Myndin er flott og þeir skilja ekkert í henni þ.a. hún hlýtur að vera algjör snilld. Leit allavegna á þetta sem "two hours wasted". Hefði betur verið í ruglinu. Og þó, þá væri ég ekki mættur á VR.
Afmæli hjá Guggu á föstudag og þar var virkilega gaman. Ragnhildur frænka er m.a.s. á landinu og mætti galvösk sem var frábært. Annars er Atli nú örugglega að renna sér niður e-a brekkuna á Ítalíu, eða sofandi og þunnur eftir gærkvöldið. Hver veit!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim