þriðjudagur, júlí 24, 2007

It's been a while, quite a while. Ýmislegt hefur á daganna drifið síðan skrifað var síðast. Búinn að spila helling af golfi þótt ég sé nú ekki að bæta mig jafnmikið og maður hefði vonað. Drive-in eru reyndar orðin mun betri en um leið virðast járnin ekki vera að virka jafnvel. En félagsskapurinn er ávallt góður og það er fyrir öllu. Par 5 holan var valin 5 besta bar 5 holan í Bandaríkjunum af Sports Illustrated. Tvímælalaust flottasti völlur sem ég hef spilað.

Geggjaður völlur.

Svo var það Fremont hátíðin í öllu sínu veldi með 2 tíma skrúðgöngu þar sem hluti þátttakanda var hjólandi á Adam og Evuklæðum einum saman. Mikið djamm í kjölfarið á píanóbarnum Chopstix eins og svo oft aftur.


Annars hefur m.a. verið farið í fjallgöngu, chillað á "ströndinni" í Golden Garden Park, Benni Hemm Hemm komu í heimsókn, mögnuð flugeldasýning á 4. júlí, fótbolti á sínum stað, útilega um síðustu helgi og svo um næstu helgi er fótboltamót á grasi í Bellingham sem er 1.5 klst akstur fyrir norðan Seattle.

Af mínum málum er það að frétta að ég hef leyfi til að vinna hérna út mars 2008 en bíð eftir svari frá USA Government hvort ég fái undanþágu frá 2 ára reglunni og þar með möguleika að lengja dvölina ef ég vil það. Spennandi að sjá hvernig það fer. Læt fylgja nokkrar myndir þökk sé Grétari þar sem myndavélin mín tók uppá því að bila um daginn.