föstudagur, september 29, 2006

Skelltum okkur á Starsailor á Crocodile Cafe á mánudaginn og það var líka þessi gargandi snilld. Fullt af Íslendingum og Sporting-urum og "Four to the floor", "Poor misguided fool", "Silence is easy" og fleiri slagarar héldu liðinu á tánum. Eftir tónleikana hitti ég svo nýjasta meðlim Starsailor, gítarleikarann Richard Warren sem spilar víst bara með Starsailor á tónleikum, auka gítar og vocals. Ekki ómerkari maður en Abelinn smellti þessari af okkur félögunum.


Annars er skólinn byrjaður og þetta gæti alveg orðið þokkalega busy önn. Sérstaklega ef ekki verður dregið úr tónleikaferðum og partýjum. Í kvöld er nefnilega förinni heitið á Paul Simon og svo er Íslendingum, ungum og öldnum, boðið á Saxe annað kvöld í bbq.


Svo er meistara Kenneth að sjálfsögðu óskað til hamingju með piparsveininn. Að neðan er mynd af því þegar Mary Frances hitti Borgarstjórann Kenneth og wanna-be Borgarstjórann Bolla. Ef glöggt er gáð sést að Bolli hefur hneppt frá tölu á skyrtu sinni af þessu tilefni.

sunnudagur, september 24, 2006

24. september rann upp í gær og engin smádagur. Kóngurinn mættur til Seattle og ef einhver áttar sig ekki á því hver það er þá ætti hann að lesa áfram. Já, Sir Elton John sjálfur hélt tónleika í Key Arena í gærkvöldi og að sjálfsögðu vorum við Atli mættir á svæðið. Ekki laust við annað að allavegna ég hafi lækkað meðalaldurinn töluvert og Arenan var vel pökkuð þegar Elton steig á svið. Tónleikaferðalagið er til að promota nýju plötuna hans "Captain and the Kid".


Skemmst frá því að segja að Elton stóðst væntingar mínar og vel það og tók í raun og veru öll þau lög sem ég hefði getað beðið um. Lagalistinn innihélt


Philadelphia Freedom

Bennie and the Jets

Your Song

Bitch is Back

Sorry seems to be the hardest word

Don't let the sun go down on me

Rocket Man

I guess that's why they call it the blues

I want love

Goodby yellow brick road

Saturday's night alright for fighting

Crokodile Rock

Believe

Tiny Dancer

Daniel

Someone saved my life tonight


Auk þessara slagara tók hann seríu af lögum af nýja disknum og sagði söguna á bak við þau. Þau hljómuðu bara mjög vel og ekki ólíklegt að ég fjárfesti í þessum disk. Þegar ég pæli í því er orðið ansi langt síðan ég fjárfesti í nokkrum geisladisk. Auðvitað er fullt af slögurum sem hann tók ekki en hann spilaði í rétt tæpa 3 tíma sem eru held ég lengstu tónleikar sem ég hef farið á þar sem aðeins einn listamaður hef verið að spila en ekki fann maður fyrir því.

Annars er ég að njóta síðustu frídagana áður en skólinn byrjar á miðvikudaginn. Er að leggja lokahönd á ferilskrá og "cover letter" svo ég geti hafið atvinnuleitina því ég þarf að tryggja mér vinnu í janúar sem fyrst svo öll pappírsvinnan geti farið fram.

Næstu tónleikar eru hins vegar annað kvöld á "Crocodile Cafe" þar sem Starsailor eru að spila og ef þeir verða e-ð eins og þeir voru á Nasa um árið erum við að tala um pottþétt kvöld. Fullt af vinum að fara sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.


laugardagur, september 16, 2006

Kominn heim til Seattle eftir gott frí í San Francisco með Mary Frances. Tókum okkur þrjá daga í að keyra niður Oregon ströndina til Californiu. Virkilega falleg leið og mun skemmtilegri en 13 tíma aksturinn tilbaka á I-5 í gær. Gistum aðra nóttina á móteli á ströndinni og þá seinni í "The Redwoods" sem er skógur nyrst í Californiu þar sem trén ná 100 m hæð.




Komum svo til San Francisco á sunnudagskvöldið og meistari Jónas tók vel á móti okkur í Berkeley. Hittum þar fyrir kærustuna hans Kat og herbergisfélagann Barruch. Gistum þar í fjórar nætur og áttum frábæran tíma. Jónas byrjaður í skólanum og meðfylgjandi stífum æfingum en við náðum samt góðu chilli saman inná milli.


Checkuðum á downtown San Fran fyrsta daginn þar sem sæljónin á Pier 39, sporvagninn og "Crookedest Street" stóðu upp úr. Við horfðum á sæljónin í óratíma því það var ótrúlega gaman að fylgjast með látunum í þeim þar sem þau voru að klifra á og hrinda hvoru öðru.




Chilluðum svo á Berkeley campusnum næsta dag og mæltum okkur mót við Stanford kempurnar Vic's og Big-T ásamt Bensa og Ófeigi daginn eftir. Röltum í Chinatown áður en við hittum þá félaga og skelltum okkur í tour um Alcatraz fangelsið. Það var magnaður túr og í framhaldi af því skelltum við okkur á Hooters og ítalskan pub.





Síðasta daginn skelltum við Mary Frances okkur svo með Vic's, Bensa og Ófeigi á Cadillacnum þeirra í vínsmökkunartúr þar sem við sóttum heim fjögur "Wineries" og fengum að bragða á alls kyns vínum. "Silver Oak", "Stryker", "Bella" og "Raymond Burr" voru víngarðarnir en Raymond Burr er einmitt leikarinn sem lék Perry Mason (þeir sem voru ekki með afruglara í gamla daga ættu að vita hver hann er). Emmy verðlaunin hans voru uppí hillu til að dást að meðan maður bragðaði á víninu.






Borðuðum svo kvöldmat með Uncle Ed, frænda Mary Frances, á Katy's Creek sem er veitingastaður í Walnut Creek rétt fyrir utan Oakland. Veitingastaðurinn er í eigu íslenskrar fjölskyldu og ég spjallaði töluvert við eigandann sem var sérstaklega hress.
Hittum svo J-naz á campus og kvöddum hann áður en við hittum veginn og brunuðum norður til Seattle á mettíma.

Svo er spurning hvort maður komi upp myndasíðu við tækifæri enda tekur endalausan tíma að loada þessum myndum inn í blogger og því frestast myndir frá Íslandi en um sinn.

PS: ef einhver á Barfly á mp3 þá væri ég þeim þakklátur ef hann gæti sent mér

miðvikudagur, september 06, 2006

Rúmu tveggja vikna fríi á Íslandi lokið og mættur í blíðuna í Seattle. Ferðin út var löng og ströng, 20 klst allt í allt, og ekki bætti úr skák að ég er búinn að næla mér í svaðalega flensu með kvefi, hausverk, beinverkjum og þessum venjulegu leiðindum. Gaurinn sem sat við hliðina á mér til Baltimore var líka svo feitur að ég gat bara hækkað og lækkað í sjónvarpinu þegar hann sat alveg uppréttur sem gerðist sjaldan þar sem hann svaf með fastara móti.


Takkarnir sem sjást þokkalega eru til að skipta um stöð en hinir tveir eru hvergi sjáanlegir.

Annars tókst mér að slíta streng á gítarnum hans Atla rétt áðan og því strax komið verkefni fyrir Tumann. Svo þarf auðvitað að kaupa e-ð inn og skipuleggja rúntinn til San Francisco sem verður vonandi hægt að leggja í á föstudaginn ef ég verð búinn að losa mig við þennan skít. Mikið að snillingum í San Francisco og ekki á hverjum degi sem nokkrir af manns nánustu dvelja í sömu borginni. Jónas verður að sjálfsögðu sóttur heim og svo eru Nielsen og Victor að mæta á laugardaginn þ.a. þetta lítur vel út.

Bæti fljótlega við e-um myndum úr heimsókninni á klakann en þarf að skreppa út í búð að kaupa gítarstreng.
Þakka öllum þeim snillingum sem ég hitti á klakanum fyrir að slá ekki slöku við í að vera sömu frábæru gaurarnir og dömurnar.