laugardagur, mars 19, 2005

Heilagur Patrekur var haldinn hátíðlegur á fimmtudagskvöldið og fóru nokkrir snillingar auk mín á Dubliners af því tilefni. Dúndurstemmning á báðum hæðum, sérstaklega stóð "vinur minn" Garðar Garðarsson trúbador sig vel á neðri hæðinni. Kíktum svo á Stúdentakjallarann þar sem e-ð band sem Tryggvi vildi endilega heyra í var að spila, þeir voru reyndar bara helvíti góðir.
Smá þynnka á föstudaginn sem er nú ekki algengt en hún var skammlíf enda vísindaferðin í ÍAV frekar snemma. Hörkuferð og svo sameiginlegt partý hjá 1. og 3. árinu í boði Hannesar og Kára (miklir snillingar á 1. ári). Svo fer minnið e-ð að bregðast mér og er það mjög sjaldan sem það kemur fyrir. Miðjan talaði meira segja um að við Alli Body hefðum reynt að kremja hann á Pravda en ég vil nú ekkert kannast við það. Svo var Skermurinn að bulla um e-a pizzu sem er líka algjör þvæla.
Anyhow, tvö vel heppnuð kvöld enda ærin ástæða til að fagna þar sem ég fékk styrkinn svo það stefnir í 2 ár í félagsskap Shawn Kemp, Frasier og fleiri hetja í Seattle!

miðvikudagur, mars 16, 2005

Gettu betur í sjónvarpinu áðan og fylgdist ég spenntur með enda Steina Vala líkleg til að eiga þá og þegar. Allavegna það sem fær mig til að setjast við skriftir eru kveðjurnar sem lið eru farin að senda sín á milli eftir keppni. Eitt er að kunna að tapa og er það í góðu en að þurfa alltaf að biðja um orðið og "... óska MA-ingum til hamingju með sigurinn og góðs gengis í úrslitunum" finnst mér út í hött. Þetta er farið að minna of mikið á kærleik Frænkunnar frá því í MR sbr. "takk fyrir að fá að keppa við þig" sem sá sem tapaði í e-um kappleiknum átti að segja við ofjarl sinn.
Þetta var reyndar bara formáli og örugglega e-ir sem finnst bara frábært þegar allir eru bestu vinir og svoleiðis. Í lok þáttarins grípur svo verslingurinn í miðjunni míkrafóninn og segir "mig langar bara að þakka fyrir mig", sem kom í ljós var vegna þess að hann væri að útskrifast í vor. Come on. Það er ekki eins og Gísli Marteinn eða Spaugstofan séu að kveðja eftir að hafa skemmt landanum í fleiri ár!!

Þeir hafa skemmt landanum í vetur en hverfa nú af sjónvarpsskjánum til annarra starfa!

Ég hélt ég yrði ekki eldri. Þetta var svartur dagur í sögu bloggsins. Miðjan var ósátt. Hvers vegna? Jú, áhugaleysi lesenda Miðjunnar hafði gert vart við sig að því er Miðjan vildi meina. En kallinu var svarað. Lesendur í tuga tali tóku til sinna mála og hef ég trú á að sú hvatning sem Miðjan finnur fyrir á síðu sinni þessa dagana hvetji hann til frekari dáða, eða eins og einn harður aðdáandi Miðjunnar orðaði það, "Taki aftur við bloggkyndlinum"!


Það er trú þess er þetta ritar að Miðjan haldi áfram að ylja lesendum sínum um hjartarætur með hnittnum og fróðlegum pistlum um daginn og veginn!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Árshátíð hjá verkfræðingum framtíðarinnar síðastliðin föstudag. Planið var að taka daginn snemma og mæta á Selfoss upp úr hádegi. Þar sem ég var boðaður á fund með örskömmum fyrirvara út af Seattle styrknum varð ég að sleppa þeirri upphitun. Ekki að það hafi komið neitt út úr þessum fundi en samt vissara að mæta, gæti verið aðeins mikilvægara. Annars var árshátíðin einkar vel heppnuð og var atriðið hjá 2. árinu í byggingunni sérstaklega vel heppnað. Þeir félagarnir á 2. ári voru líka í það mikilli gleðivímu (og kannski áfengis líka) að þeir flögguðu Félaganum meira og minna allt kvöldið.
Matur hjá Hrútunum á laugardagskvöldið þar sem var nett stemmning eins og vænta mátti. Hetjurnar mættar allar með tölu utan Ungverska hrúts. Kíkti aðeins í bæinn og vorum lengst á Dubliners þar sem e-r hljómsveit var að gera góða hluti og nokkuð ljóst að maður kíkir þangað aftur, hugsanlega á St. Patrick's day sem er víst á föstudaginn eftir 2 vikur.
Viti menn, þá hefur blekið verið búið fram að næstu helgi. Aldeilis ekki. Í gær var "vísindaferð" í Sorpu þar sem bjórinn var teigaður og bestu samlokur sem ég hef borðað í langan tíma framreiddar. Reyndar var misjafnt hve mikið fólk tók á því en flestir skemmtu sér allavegna helvíti vel.
Annars er mikil sjálfsvorkunn í gangi þessa stundina enda ég kominn með hálsbólgu og leiðindi auk þess sem Utd var að detta út úr meistaradeildinni fyrr í kvöld.

Kvenhylli Breiðnefsins virðist ekkert fara minnkandi þó árunum fjölgi!!