þriðjudagur, mars 30, 2004

Skellti mér í vorpróf á slaghörpunni í morgun. Það ætti að banna að láta fólk taka hljóðfærapróf svona snemma á morgnana. Maður er alveg þreyttur og hvorki líkami né hugur tilbúinn í verkefnið. Þetta slapp nú samt fyrir horn en það má alltaf ganga betur.
Það styttist í aðalfund Naglanna sem verður á föstudaginn. Þá verður boðið upp á endalaust magn áfengis af öllum stærðum og gerðum auk veitinga á föstu formi. Kenny B verður næsti formaður Naglanna nema e-ð ótrúlegt gerist. Hann verður líka líklegast með eðalfólk með sér í stjórn. Jói gjaldkeri, Gróa ritari og Íris vísindamaður. Engin spurning að það verður ógurleg stemmning á föstudaginn þ.a. það er vissara að skipuleggja hópverkefni á laugardaginn. Nokkuð ljóst að Hemmi verður í spilaranum þetta kvöld. Ef e-r ykkar þekkja ekki hin sívinsælu lög Hemma Gunn heita þau "Einn dans við mig" og "Út á gólfið" og gerðu gjörsamlega allt vitlaust í herbergispartýjunum á árshátíðinni. Vissara fyrir alla að ná í þessi lög á Kazaa eða dc.

sunnudagur, mars 28, 2004

Ekkert virðist ætla að stöðva sigurgöngu Fame-veldisins. Ósigraðir á undirbúningstímabilinu so far. Þessi leikur áðan var reyndar kostulegur. Snjór yfir öllum vellinum og boltinn var hvítari en snjórinn. Við unnum 3-0 svo þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Nóg af sóðalegum straujunum sem fylgir svona aðstæðum.
Það er ótrúlegt. Ef maður er á e-u skralli þá nennir maður ekki að læra staf. Ég er ekki enn búinn að opna skólatöskuna síðan á föstudaginn. Maður þyrfti eiginlega að negla alltaf hópverkefni daginn eftir djamm. Þá er skyldumæting og þá kemur maður e-u í verk.
Nú hringi ég í Clausen.

Það vantar ekki metnaðinn í minn. Tvöfaldri helgi lokið og með þeim betri held ég bara. Fínasta vísindaferð í byko á föstudaginn og svo dúndurgleðskapur hjá Breiðnefnum fram eftir kvöldi. Ég held að það hafi verið sannað á föstudaginn að það er ómögulegt að spila Actionary við stelpur sem eru í glasi. Vissara að hafa eyrnatappana með næst.
Svo voru þessi snilldarpartý í gær. Fyrst var 25 ára ammælispartej hjá Jóa hetju í verkfræðinni. Turtildúfurnar eru búnar að koma sér virkilega vel fyrir enda spillir ekki fyrir að tengdó er innanhússarkitekt. Svo fórum við til Gásu í innflutningspartý á Haðarstíginn. Gríðarleg stemmning sem hélt áfram í bænum fram á morgun. Ég fékk í andlitið að ég væri picky en ég vil nú ekkert kannast við það.
Magnað með Ian Thorpe. Tók þjófstartið á þetta í úrtökumóti fyrir ólympíuleikana og fær ekki að keppa í þeirri grein. Gaurinn hefur örugglega aldrei tapað í þessari grein.
Tveir stórleikir á dagskrá í dag. Arsenal-Utd sem fer 1-0 fyrir Utd og svo Fame-TLC seinna í kvöld. Enginn spurning að við vinnum en markatalan er algjörlega háð því hvort Bjöddninn muni eftir að reima á sig skotskóna.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Merkilegt að lesa um þessa þrjá bakkabræður sem voru að vesenast með Litháan. Tveir þeirra eru greinilega búnir að játa allt og frásögn þeirra virðist standast svo til alveg. Svo er þriðji gaurinn sem hreinlega tók aldrei eftir neinum Litháa. Hann ætlaði bara að skoða Gullfoss og Geysi og virðist varla vita um hvaða Litháa er verið að tala. Sá ætlaði að spila með Lögguna. Hann kunni greinilega allan pakkann. Búinn að sjá svo margar glæpamyndir í sjónvarpinu.
Ársþing TSÍ áðan og minn áfram í stjórn næstu tvö. Frábært...
Bresku liðin að standa sig frábærlega í evrópukeppni félagsliða í kvöld. Celtic sló Barcelona út og Newcastle gjörsamlega rústaði Mallorca. Er ég að gleyma e-u liði? Nei það getur ekki verið.

miðvikudagur, mars 24, 2004

... og fyrir Bjössa og Hjalla vil ég minna á www.sammarinn.tk. Flestar stelpur ættu að halda sig víðs fjarri þessari síðu. Fyrir reiðar fótboltastelpur minni ég á að ég skrifaði flestar.

Óspennandi leikir í Meistaradeildinni í gær en tveir hörkuleikir í kvöld og vissara að tjekka á þeim. Tökum smá spádóm á þetta: Real 2-0 Monaco, Chelsea 1-1 Arsenal. Stuðullinn á rétt úrslit er 57,99 og ég legg 1000 kall undir. Ég ætti því að verða 57900 krónum ríkari á morgun.
Vikan fljót að líða og styttist óðum í helgi. Nóg framundan. Ársþing hjá TSÍ á fimmtudaginn og síðan Aðalfundur Víkings á laugardaginn. Svo skylst mér að mér sé boðið í tvö innflutningspartý á laugardaginn.
Annars er ég að horfa á stórmyndina Lawrence of Arabia þessa dagana. Búinn með fyrri helminginn og það verður að segjast að þessi mynd er algjör snilld. Myndin verður seint toppuð í lengd enda eðal 218 mínútur.

mánudagur, mars 22, 2004

Miðar á PIXIES tónleikana komnir í hús og ríkir mikil gleði þess vegna. Einnig var tannlæknatímanum mínum frestað í dag sem bætir ennfrekar á gleði dagsins. Svo má bæta því við að FAME vann Iceland 4-2 í gær þar sem við hefðum átt að vinna með lágmark 10 mörkum en menn voru ekki á skotskónum.

sunnudagur, mars 21, 2004

Stórskemmtilegt partý hjá Byggingunni hjá Þorbjörgu í gær. Virkilega vel mætt og Hemmi stóð fyrir sínu. Það fór fram tvífarakeppni þar sem baráttan stóð á milli Gunna=Guðjón Valur Sigurðsson og Gumma=Noel Gallagher og fór svo að Gummi sigraði. Síðan var dansað í Þjóðleikhúskjallaranum fram að lokun.
Ákvað að tjekka á því hversu margir í byggingunni væru jafnaldrar mínir og skoðaði því listann yfir nemendur í Vatnafræði. Það var ótrúlega fróðlegt því í ljós kom að 10 af 42 eru fæddir 1982. Stelpur sem ég hélt að væru jafnaldrar mínir eru margar hverjar þremur árum eldri. Greinilegt að maður hefur litla tilfinningu fyrir svona hlutum.
Æfingaleikur niðrí Laugardal á eftir. Spurning hvernig ástandið verði á mönnum eftir drykkju og dans gærkvöldsins.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Það gerist með óreglulegu millibili að maður flettir sjálfum sér upp á google. Venjulega hef ég alltaf fengið endalausar tennisupplýsingar og reyndar er ég nefndur í Hæstaréttardómi en í fyrsta skipti rakst ég á svolítið merkilegt. Þetta skrifaði meistari Önundur 9. september 2002.

Mig dreymdi...
...sem sagt að ég var á Grund í Skorradal. Þar var ræktunarstöð fyrir risaeðlur, þær sluppu auðvitað út og voru heldur ógnvekjandi þegar þær börðu fjárhúsin að utan og öskruðu í rigningunni á meðan ég faldi mig í jötunni hjá hrútastíunni. Ég var ansi hræddur, sérstaklega þegar ég hætti mér út um stóru hlöðudyrnar og risastórt kvikindi kom hlaupandi á eftir mér inn í hlöðuna svo ég rétt náði að stökkva inn í fjárhús og bjarga mér. Það var fullt af fólki í draumnum og á endanum var farið í svona stóra blysför með byssur og heygaffla til að hrekja skrímslin á brott. Kolbeinn Tumi skólabróðir minn úr MR var þar, dansandi og mjög kátur. Kannski átti bara að reka kvikindin út að Hálsum.

Jæja, þá er þetta búið í bili hjá MR í Gettu Betur. Það var tæpt fyrir þremur árum en nú datt það hinum megin. Merkilegt með þenna Borgarholtsskóla. Það er alltaf einn gaur með 90% og svo tveir statistar sitt hvorum megin við hann. Ok, gaurinn í Sviss bolnum var nú ágætur en hinn strákurinn hefði eins getað setið á gólfinu. Eina sem hann sagði í keppninni var: "Jóhannesarguðspjallið" og ", uh seldi hann ekki bara eplin?". Væri gaman að vita hvað þessir strákar (strákur) eru komnir langt í skólanum, þ.e. hvort þetta sé síðasti séns eins og hjá Sæmundi um árið.
Annars eiga MR-ingarnir hrós skilið fyrir prúðmennsku og setning kvöldsins var tvímælalaust "vandi fylgir vegsemd hverri" enda veit ég að a.m.k. Snæbjörn og Oddur eru orðnir dauðleiðir á þessu og örugglega nett sáttir við að þetta sé loksins búið.

50 bls skýrsla í Reiknilegri Aflfræði er í útprentun!!

þriðjudagur, mars 16, 2004

Lítið að gerast. Ég er búinn að sitja í tölvuverinu í VR í þrjá daga samfellt núna og loksins er maður farinn að sjá fyrir endann á skýrslunni í reiknilegri aflfræði. Svo bara frábært að um leið og maður skilar skýrslunni byrjar maður á næstu og svo næstu etc. Langmest að gera núna af þessum fjórum önnum sem maður hefur tekið.
En svo eru líka björtu hliðarnar í lífinu. Partý framundan um helgina. Langþráð bekkjarpartý hjá byggingunni og partý hjá Fame. Bæði partýin í ghettoinu í Breiðholti en því miður, bæði á laugardagskvöldið. En hvað sem gerist verður pottþétt gríðarleg stemmning.
Já, svo voru tónleikar í Tónó á mánudaginn þar sem ég spilaði Brahms Rhapsodiu. Gekk sæmilega.

sunnudagur, mars 14, 2004

Jæja, fyrsti leikur minn sem fyrirliði Fame og ég var slakasti maðurinn á vellinum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við unnum ÍH 6-2. Kjartan átti stórleik í vörninni og Sigurjón setti tvö.

laugardagur, mars 13, 2004

Djöfull er maður slakur. Laugardagskvöld/nótt og það er bloggað. Var að vinna á Sinfóníutónleikunum í Höllinni um helgina þar sem flutt voru Bítlalög sem væri ekki frásögur færandi nema í kvöld í lokalaginu stendur einn sextugur flaur upp framarlega í höllinni og byrjar að klappa með. Þessi hetja ætlaði að búa til geðveika stemmningu í lokin en því miður var fólk ekkert að grípa þetta og aumingja kappinn stóð bara og klappaði út lagið. Fær samt hrós fyrir viðleitnina.
Við Kenneth kíktum á KK-tónleika í stúdentakjallaranum í kvöld. Svo létu Skermurinn og M-ið sjá sig síðar meir. Fínir tónleikar og stúdentakjallarinn er orðinn virkilega notalegur staður. Svo er KK náttúrulega snillingur.
Æfingaleikur hjá Fame á morgun móti ÍH. Fame stillir upp sínu sterkasta liði og verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur á móti 3. deildarliði.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Svaf bara út í morgun og kíkti svo í Betrunarhúsið með Tryggvanum sem er líkamsræktarstöð þeirra Garðbæinga. Gettoplace en virkilega notalegur staður sem ég gæti vel hugsað mér að sækja ef ekki væri fyrir fjarlægðina. Já, og kannski þá staðreynd að mér finnst frekar leiðinlegt að lyfta.
MR fær Borgarholtsskóla í undanúrslitum í Gettu Betur. Þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld Borghyltingar en ég hef fulla trú á MR-ingunum. Come on, ef þeir unnu í 4. og 5.bekk þá hljóta þeir nú að taka þetta í 6.bekk. Nema kannski vegna þess að þeir nenna þessu varla lengur.
Að lokum árnaðaróskir til Víkings en Newcastle burstaði Mallorca 4-1 í kvöld og fær að vera með í UEFA CUP í e-n tíma í viðbót.
Ef e-r stúlkukind (eða Gunni) hefur gleymt stuttu gulbrúnu pilsi hérna heima e-n tímann þá er það hérna og er búið að vera í langan tíma. Ef enginn kannast við það hefur Einar Ágúst samþykkt að árita það og verður það svo selt til að fjármagna kaup FC FAME á Ailton.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Zidane er langbestur í heiminum. Diouf er svo auðvitað númer 2.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Þar fór það. Utd slegið út úr Meistaradeildinni og venjulega væri maður þvílíkt ósáttur við að fá svona kjaftshögg í blálokin en "they had it coming". Ef þeir hefðu spilað af eðlilegri getu seinni hálfleikinn hefði þetta ekki verið neitt mál. Samt frekar kaldhæðnislegt að miðvarðarparið spilar besta leik sinn í endalaust langan tíma og leikurinn tapast. Viðurkenni samt fúslega að ég er ógeðslega fúll en valdi a.m.k. rétt með því að fara á fótboltaæfingu í staðinn fyrir að horfa á hann life. Þorsteinn Gunnarsson er samt góður: "Ég spái því að þetta Porto lið eigi eftir að fara langt í keppninni". Þeir eru komnir í 8-liða úrslit sem er kraftaverk miðað við hvað þetta er óspennandi lið og ég ætla rétt að vona að þeir verði slegnir út í næstu umferð.

mánudagur, mars 08, 2004

Tókum gott spilakvöld hjá Atla á laugardaginn. Auk okkar voru Broadnose, Midfield, Hjalli og Bjöddninn mættir. Midfield var maður kvöldsins enda vann hann bæði spilin. Ekki það að hann sé eitthvað klár. Hann er bara svona eins og sætu lukkustelpurnar í spilavítunum.
Fór á fína tónleika í gær hjá strengjasveit LHÍ með systur fremsta í flokki. Þrjú verk voru flutt og var eitt eftir WAM og annað eftir Magnús Blöndal. Nokkuð vel heppnað verk, ekki oft sem maður samþykir íslensk tónverk. Svo var 6.X kvöld í gær þar sem var virkilega gaman og spjallað langt fram á nótt. Ég er þess vegna búinn að vera uberþreyttur í allan dag þar sem við Breiðnefurinn erum farnir að mæta í bolta kl 09 á mánudögum.
Þyrfti að læra eða e-ð en ég hef verið boðaður út í bílskúr eftir kvöldmat til að skipta um dempara á Toyotunni. Kannski vissara að læra eitthvað á þetta fyrir framtíðina. Langar samt örlítið meira í pool með Lilla pappa og Steina.

laugardagur, mars 06, 2004

Fjórar af fimm íþróttafréttum á forsíðu mbl.is
"Wenger hvílir Bergkamp og Pires"
"Arsenal komið yfir í Portsmouth"
"Arsenal með yfirburðarstöðu í hálfleik í Portsmouth"
"Mörkin hrúgast upp á Fratton Park"
Vonandi að Utd fái Arsenal í úrslitum eftir tæpa tvo mánuði þegar þetta lið hættir að spila svona ógeðslega vel.

Þurfti bara að afhenda miða til 19:30 svo við Tryggvi náðum seinni hálfleiknum af Stjarnan-Fram. Hörmung og þótt Nielsen sparki eflaust aftur í mig þá er ég hræddur um að þetta sé búið hjá Stjörnunni. Næstu tveir leikir gegn ÍR og KA munu tapast nema e-ð ótrúlegt gerist.
Markmiðið var nú bara róleg helgi en svo situr maður bara þunnur fyrir framan skjáinn. Við Tryggvi, Kenneth, Atli og Steini kíktum til Bensa og Boga á Skólavörðustíginn. Drengurinn búinn að koma sér þvílíkt vel fyrir með útsýni í allar áttir. Svo var kíkt á Þjóðleikhúskjallarann þar sem var dúndurstemmning og að lokum stutt skyldustopp á Hverfis þar sem Bolli var í dyravarðafíling í hurðinni. Svo 5 tíma svefninn og stjórnarfundur niðrí Vík kl 11.
United voru bara þokkalegir áðan móti Fulham. Sérstaklega Fletcher og Ronaldo. Scholes var skelfilegur svo ég tali ekki um Keane og Wes Brown. Þetta verður e-ð skrautlegt á þriðjudaginn.

föstudagur, mars 05, 2004

Þvílík gargandi snilld. Gleymum Hróarskeldu því Pixies eru að koma til Íslands. Miðvikudagurinn 26.maí er því ráðstafaður og spurning um að drífa sig í röð. Djöfull verður gaman að heyra Hey, Where is my mind, Monkey gone to heaven, Here comes your man, Debaser og alla hina slagarana.
Bara skrópað í dæmatíma eftir hádegi og lagningin tekin í staðinn. Svo tókum við Tryggvi „Flugvallahringinn“ eins og hann kallar hann, þ.e. skokkuðum frá honum-Valsheimilið-Nauthólsvík og göngustígurinn tilbaka. Ég var reyndar enn að jafna mig eftir mestu flugferð síðari ára þegar Hrafn nokkur Harðarson straujaði mig í gærkvöldi.
Annars er ég að meta hvort ég eigi að fara að vinna á Sinfóníutónleikunum á eftir eða mæta á Stjarnan-Fram. Hugsa að peningaleysið ráði ferðinni í þetta skiptið.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Í dag var birtur listi yfir 100 bestu núlifandi knattspyrnumenn þessa heims. Pele sá víst um að taka saman þennan lista og hann er að mestu leyti fínn nema hvað að El Hadji Diouf komst á e-n óskiljanlegan hátt á þennan lista.
Annars vorum við að ljúka við feita skýrslu í tölulegri greiningu áðan þ.a. það er spurning um að fara að fagna eftir æfingu í kvöld. Bíó kannski ? Hver veit, því lífið er lotterí-og kit kat er gotterí!

miðvikudagur, mars 03, 2004

News bulletin: Liverpool vann leik á útivelli í kvöld með hvorki meira né minna en tveggja marka mun. E-ð segir mér að það verði fáir Poolarar sem mæta í vinnuna eða skólann á morgun.

Nei nei nei. Mér brá heldur betur í brún í dag þegar ég kveikti á útvarpinu. Er ekki bara búið að leggja niður íslensku stöðina, 919. Í staðinn er draumur sérhvers Arnþórs orðinn að veruleika. Útvarp MIX, 91.9 þar sem er stanslaus fjörtónlist eða hvernig þeir kynntu þetta. Ok, nú segir kannski e-r-en það er önnur íslensk stöð, Stjarnan 94.3 en það er nefnilega með þá annars ágætu stöð að það er svo endalaust af leiðinlegum lögum spilað þar. Maður nennir ekki að hlusta á "Nú er frost á fróni" eða e-ð í þeim dúr.
Styttist í helgi og er stefnan sett á algjör rólegheit. Reyndar er draumavísindaferð í Línuhönnun á föstudaginn en það eru svo fáir af 2. ári búnir að skrá sig að ég nenni varla. Svo er 6.X hittingur á sunnudaginn sem verður náttúrulega magnaður.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Blautasti fótbolti í langan tíma áðan á Austurbæjarskóla. Það var einmitt dregið í Bikarkeppni KSÍ, 1.umferð í dag. og mætum við liði Hamars frá Hveragerði á heimavelli okkar, Flúðavelli. Leikurinn verður 20.maí kl 16 sem er fimmtudagur þ.a. það veltur allt á nýjum vinnuveitendum mínum í sumar hvort ég geti spilað þann leik.
Félagar í umbygg voru heldur betur búnir að spotta Adam Masterson í Mogganum og þurftu nú bara að klípa sig til að átta sig á því að þetta væri ekki ég. Það lítur út fyrir að það verði skyldumæting á tónleikana hjá kauða á fimmtudaginn.

mánudagur, mars 01, 2004

Ég varð aldeilis undrandi þegar ég fletti Mogganum áðan og á bls 41 var bara mynd af kallinu. Einhverra hluta vegna var ég samt kallaður Adam Masterson og sagt að ég væri að fara halda tónleika víðsvegar um landið á næstu dögum. Áður en fólk fer að kaupa sér miða á herlegheitin vil ég leiðrétta þennan misskilning því ég samþykkti aldrei að spila á þessum tónleikum. Leiðinlegt að það sé reynt að fara þessa leið með því að birta auglýsingu í blöðum og nefna mig öðrum nöfnum en ég hef því miður bara ekki tíma til að standa í þessu núna.